Fréttir

Knattspyrna | 16. júní 2009

Lasse og Alen í úrvalsliðinu

Þeir Lasse Jörgensen og Alen Sutej eru báðir í úrvalsliði 1-.7. umferða Pepsi-deildar karla en viðurkenningar fyrir fyrstu umferðirnar voru veittar í dag.  Þetta er mjög ánægjulegur heiður fyrir þá félaga enda komu þeir til Keflavíkur rétt fyrir mót, Lasse frá Danmörku og Alen frá Slóveníu.  Þeir hafa hafa staðið sig frábærlega það sem af er og átt stórgóða leiki þó ýmislegt hafi gengið liðinu í mót.  Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörnunni var valinn leikmaður umferðanna og þjálfari Stjörnunnar, Bjarni Jóhannsson, besti þjálfarinn.  Kristinn Jakobsson var valinn dómari fyrstu umferðanna og þá fengu stuðningsmenn KR viðurkenningu fyrir frammstöðu sína.


Lasse og Alen.