Fréttir

Knattspyrna | 30. apríl 2009

Lasse og Alen skrifa undir

Slóvenski varnarmaðurinn Alen Sutej og danski markvörðurinn Lasse Jörgensen skrifuðu undir samninga við Keflavík á þriðjudaginn og gilda samningarnir til loka keppnistímabils 2009.  Alen er 23 ára og og Lasse 24 ára.  Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir liðið enda báðir leikmennirnir mjög góðir og munu styrkja liðið mikið.  Þar með hafa fjórir leikmenn gengið til liðs við okkur frá síðasta tímabili en hinir eru Haukur Ingi og Bjarni Hólm.  Þess má geta að frá því í fyrra eru átta leikmenn farnir í önnur lið eða geta ekki leikið í sumar vegna meiðsla.

Myndir: Jón Örvar.


Lasse, Kristján og Alen handsala samningana.


Lasse Jörgensen.


Alen Suten.