Fréttir

Knattspyrna | 12. apríl 2005

LÁVARÐAR, stuðningshópur

Í gærkvöldi mánudagskvöld var stofnfundur Lávarðadeildar, samtaka eldri leikmanna og stjórnarmanna Keflavíkur í knattspyrnu.  Alls mættu um 40 manns á fundinn og gefur sú mæting góð fyrirheit um framhaldið.  Undirbúningsnefnd að stofnun Lávarðanna sem hafði veg og vanda að undirbúningi fundarins var skipuð þeim Sigurlaugu, Kjartani Más, Guðna Kjartansog Gísla Eyjólfs og hafði hún sent fundarboð til 190 fyrrum stjórnar- og leikmanna Keflavíkur.  Mikil eindrægni var á fundinum og ljóst að menn ætla að koma sterkir til leiks í sumar.  Hugmyndin af þessu félagsstarfi er að eldri leikmenn og stjórnamenn hittist fyrir leiki Keflavíkur, fái sér kaffi, ræði um leikinn og ekki síður að rifja upp gamlar og glæstar minningar, enda allar vondar minningar löngu gleymdar.  Starfið mun síðan þróast.  Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og engar kvaðir verða lagðar á félaga.  Stjórn var kjörin í félaginu sem fær endanlegt nafn á framhaldsstofnfundi sem haldin verður í tengslum við fyrsta leik Keflavíkur í deildinni 16. maí n.k. Þeir sem mæta á þann fund teljast stofnfélagar.  Stjórnina skipa Magnús Torfason, Þorsteinn Ólafsson, Sigurður Björgvinsson, Karl Finnbogason og Gísli Eyjólfsson.  ási