Leikgleði og bikarar hjá 7. flokki
Strákarnir í 7. flokki gerðu góða ferð upp á Skaga um helgina þar sem þeir tóku þátt í hinu árlega Norðurálsmóti. Keflavík sendi fjögur lið til keppni að þessu sinni en alls voru 144 lið frá 30 félögum skráð til keppni á mótinu.
Veðrið lék við keppendur og mótsgesti og voru tilþrifin eftir því. Keflvíkingar stóðu sig með stakri prýði innan vallar og utan og sneru heim með tvo verðlaunabikara. Það voru D-liðið og E-liðið sem tryggðu sér sigur í sínum deildum.
Leikgleðin var annars í fyrirrúmi hjá öllum liðum og mega Keflvíkingar vera stoltir af sínum strákum.