Leikið gegn Einherja í VISA-bikarnum
Keflvíkingar drógust gegn Einherja frá Vopnafirði í 32-liða úrslitum VISA bikarkeppninnar og verður leikið á Sparisjóðsvellinum í Keflavík fimmtudaginn 18. júní kl. 19:15. Þetta er í 50. sinn sem bikarkeppnin er haldin og hefur Keflavík unnið keppnina 4.sinnum, 1975, 1997, 2004 og 2006.
Svona lítur drátturinn út í 32-liða úrslitum VISA bikarsins:
Keflavík - Einherji
IF Carl - FH
Grindavík - ÍA
Haukar - Fjarðabyggð
Hvöt - Breiðablik
Selfoss - Höttur
Þór - Víkingur Ó.
Valur - Álftanes
KA - Afturelding
Fylkir - Stjarnan
Víðir - Þróttur
ÍBV - Víkingur R.
Fram - Njarðvík
Reynir S - KV
Fjölnir - HK
Grótta - KR
Kristján þjálfari var í viðtali á fótbolti.net og birtum við það hér með leyfi þeirra.
Einherji frá Vopnafirði mun fá krefjandi verkefni í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins því að liðið mun þurfa að heimsækja Keflvíkinga. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga segir að menn hjá liðinu hafi búist við því að fá Einherja áður en dregið var.
,,Við ræddum að það yrði Einherji sem við myndum fá og var ótrúlegt að þetta væri sá leikur sem kæmi fyrst upp úr pottinum," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga við Fótbolta.net eftir að dregið var í dag. ,,Við vorum að gæla við það að við þyrftum að fara austur, við hefðum haft gaman að því en við fengum heimaleik."
Kristján á eftir að kynna sér lið Einherja betur en hann veit lítið um Vopnfirðinga.
,,Ég sé að þeir eru búnir að safna að sér leikmönnum þannig að þeir hljóta að vera sterkir."