Fréttir

Knattspyrna | 28. janúar 2009

Leikið gegn FH á laugardag

Keflavík og FH leika til úrslita í fjögurra liða æfingamóti og verður leikurinn í Reykjaneshöllinni á laugardag kl. 10:15.  Þessi leikur er úrslitaleikur í æfingamóti Keflavíkur, FH, Stjörnunnar og ÍA.  Okkar menn unnu Stjörnuna 3-2 og FH-ingar unna Skagamenn 7-2.  Stjarnan og ÍA leika því um 3. sætið og fer sá leikur einnig fram á laugardaginn.  Það er rétt að hvetja fólk til að mæta og sjá skemmtilegan leik enda eru leikir þessara liða alltaf spennandi.