Leikið gegn FH á sunnudag
Á sunnudag leika FH og Keflavík í meistarakeppni KSÍ en þar leika Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs. Leikurinn verður á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15. Með þessum leik má segja að keppnistímabilið hefjist formlega. Enn eru meiðsli að hrjá okkar menn og m.a. eru þeir Kenneth og Guðmundur Mete báðir frá. Vonast er til að okkar menn verðir allir tilbúnir í slaginn þegar Íslandsmótið hefst.
Frá leik Keflavíkur og FH í fyrra.
(Mynd: Jón Örvar Arason)