Fréttir

Knattspyrna | 20. apríl 2007

Leikið gegn Val á mánudag

Keflavík leikur gegn Val í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins og fer leikur liðanna fram í Egilshöll mánudaginn 23. apríl kl. 20:00.  Keflavíkurliðið endaði í 3. sæti í sínum riðli með 10 stig en Valur í 2. sæti í hinum riðlinum og því mætast liðin í 8 liða úrslitunum.  Það lið sem sigrar á mánudaginn leikur gegn Breiðabliki eða Víking í undanúrslitum keppninnar.  Sá leikur verður næsta föstudag, 27. apríl.