Fréttir

Knattspyrna | 19. apríl 2010

Leikið við Fram í 8 liða úrslitum

Keflavík leikur við Fram í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins.  Leikið verður fimmtudaginn 22. apríl. sumardaginn fyrsta, kl. 16:00 á Framvellinum.  Fram vann sinn riðil með yfirburðum og eru til alls líklegir, enda með vel mannað lið.

Spurning er með þá leikmenn sem eru frá hjá okkur en þeir Haukur Ingi og Sigurbergur verða örugglega frá og óvíst með Hólmar Örn og Hörð. Nú er um að gera að fara rúntinn til Reykjavíkur á fimmtudaginn og kíkja á strákana.

8-liða úrslit á fimmtudaginn 22. apríl
14:00 KR - FH
16:00 Fram - Keflavík
17:15 Þór - Valur
19:00 Grindavík - Breiðablik

Undanúrslit sunnudaginn 25. apríl
17:00 Fram/Keflavík - Grindavík/Breiðblik (Kórinn)
19:00 Þór/Valur - KR/FH (Egilshöll)


Úr leik Fram og Keflavíkur í fyrra.