Leikið við ÍA á fimmtudag
Næsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum er fimmtudaginn 22. mars. Þá skreppur liðið upp á Skaga og mætir liði ÍA í Akraneshöllinni kl. 18:30. Keflavík hefur nú unnið tvo og tapað tveimur leikjum í keppninni. Það er óhætt að segja að mörkin láti ekki á sér standa hjá Keflavík en í leikjunum fjórum hafa verið skoruð 23 mörk. Skagamenn hafa eitt stig eftir fjóra leiki í Lengjubikarnum; liðið gerði jafntefli við Fjölni en hefur tapað fyrir Fram, KR og Breiðabliki. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig gengur gegn Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans á Skaganum.