Fréttir

Knattspyrna | 21. maí 2005

Leikið við ÍBV á sunnudag

Næsti leikur karlaliðsins í Landsbankadeildinni er gegn ÍBV á Vestmannaeyjum á sunnudag kl. 14:00.  Bæði liðin töpuðu sínum fyrsta leik 0-3 og eru því ákveðin í að rífa sig upp og krækja í fyrstu stigin í deildinni.  Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson, aðstoðardómarar Eyjólfur Ágúst Finnsson og Einar Sigurðsson og Páll Júlíusson er eftirlitsmaður KSÍ.

Keflavík og ÍBV hafa leikið eina 53 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1968.  Eyjamenn haft betur og hafa unnið 24 leiki, okkar menn hafa sigrað 19 sinnum en 10 leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 72-87, ÍBV í vil.  Stærstu sigrar Keflavíkur eru 4-0 leikir árin 1971 og 1993.  Eyjamenn sigruðu 6-1 árið 1972 og 5-0 árið 2000.  Mesti markaleikur þessara liða er 5-3 sigur Keflavíkinga á heimavelli árið 1971.  Þrír leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn ÍBV í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvívegis og þeir Hörður Sveinsson og Gestur Gylfason eitt mark hvor.

Liðin hafa mæst 9 sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1968 og síðast árið 1999.  Keflavík hefur unnið 3 bikarleiki en Eyjamenn 5.  Einum leik lauk með jafntefli og það er auðvitað hinn frægi bikarúrslitaleikur á Laugardalsvelli árið 1997.  Markatalan í bikarnum er 14-16 fyrir Eyjamenn.  Gestur Gylfason hefur skorað tvisvar gegn ÍBV í bikarnum, í bikarúrslitaleiknum áðurnnefnda og einnig í bikarleik árið 1999.

Síðasta sumar mættust liðin í Landsbankadeildinni og sigraði ÍBV í báðum leikjunum.  Þeim fyrri lauk 4-0 í Eyjum og sá síðari endaði 5-2 þar sem Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu fyrir Keflavík.

Nokkrir leikmenn hafa leikið með bæði Keflavík og ÍBV, auk þess sem Kjartan nokkur Másson þjálfaði bæði liðin á sínum tíma.  Varnarjaxlarnir Valþór Sigþórsson og Jakob Jónharðsson léku með báðum liðum sem og Zoran nokkur Ljubicic.  Rútur Snorrason lék nokkra leiki með Keflavík áður en hann varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en Rútur hafði áður leikið um árabil með ÍBV.

Úrslit í leikjum ÍBV og Keflavíkur í Vestmannaeyjum hafa orðið þessi undanfarin ár:

     2004    

ÍBV - Keflavík

4-0
2002

ÍBV - Keflavík

1-2 Þórarinn Kristjánsson
Guðmundur Steinarsson
2001

ÍBV - Keflavík

1-0
2000

ÍBV - Keflavík

5-0
1999

ÍBV - Keflavík

1-0
1998

ÍBV - Keflavík

4-0
1997

ÍBV - Keflavík

5-1 Jóhann B. Guðmundsson
1996

ÍBV - Keflavík

1-1 Jóhann B. Guðmundsson
1995

ÍBV - Keflavík

3-2 Árni Vilhjálmsson
Ragnar Margeirsson
1994

ÍBV - Keflavík

2-1 Kjartan Einarsson
1993

ÍBV - Keflavík

1-2 Óli Þór Magnússon
Gestur Gylfason