Leikið við Víking á laugardag
Seinasti leikur sumarsins verður gegn Víkingi á Keflavíkurvelli á morgun, laugardag, kl. 15:00. Eftir leikinn fær Keflavíkurliðið afhend sigurlaunin fyrir sigur í 1. deildinni en leikurinn hefur úrslitaþýðingu fyrir Víkinga hvort þeir eða Þór fylgja okkur upp í úrvalsdeild. Víkingum nægir eitt stig en tapi þeir leiknum geta Þórsarar jafnað þá að stigum með því að vinna Leiftur/Dalvík og þá ræður markatalan hvort liðið fer upp. Víkingar ætla að leggja allt undir og hafa m.a. skipulagt ókeypis sætaferðir úr Víkinni. Þrátt fyrir að úrslit leiksins skipti ekki höfuðmáli fyrir Keflavík er ljóst að leikmenn ætla að leggja sig alla fram til að sigra í leiknum og ljúka tímabilinu með glæsibrag áður en þeir taka við bikarnum fyrir deildarsigurinn.
Okkar menn tefla fram svipuðum hópi og í undanförnum leikjum. Ólafur Ívar hefur verið veikur í vikunni og ef hann treystir sér ekki í leikinn mun Scotty taka sæti hans í byrjunarliðinu en Óli verður þá á bekknum. Ekki er alveg ljóst hvort Einar Daníelsson verður í hópnum en hann lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík um síðustu helgi gegn Njarðvík. En að öllu óbreyttu verður hópurinn þannig skipaður:
Ómar
Guðjón
Zoran
Haraldur
Kristján
Hólmar Örn
Jónas
Stefán
Ólafur Ívar / Scott
Magnús Þorsteins
Þórarinn
Varamenn:
Magnús Þormar
Einar
Hjörtur
Scott eða Ólafur Ívar
Hörður
Dómari leiksins verður Erlendur Eiríksson og honum til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Ólafur Kjartansson. Erlendur hefur dæmt einn leik hjá okkur í sumar en það var heimaleikurinn gegn Njarðvíkingum í júlí.