Keflavík leikur við Víking R. í 8 liða úrslitum Deildarbikarsins. Keflavík vann B-riðil efri deildar en Víikingur varð í 4. sæti í A-riðlinum. Leikur liðanna verður í Reykjaneshöllinni fimmtudaginn 29. apríl kl. 20:00. Það lið sem sigrar mætir sigurvegurunum úr leik KR og Vals í undanúrslitum keppninnar.