Leikir hjá 3. flokkum karla og kvenna
Nú eru Íslandsmót yngri flokka að rúlla af stað. Um helgina eru það 3. flokkar pilta og stúlkna sem byrja og leika bæði liðin sína fyrstu leiki.
Fyrsti leikur 3. flokks karla á Íslandsmótinu í ár fer fram á Árbæjarvelli í dag, laugardag. Leikur Keflavíkur og Fylkis hefst kl. 12:00 og strax á eftir eða um kl. 14:00 fer fram leikur B-liðanna.
Sunnudaginn 29. maí spilar 3. flokkur kvenna fyrsta leik sinn á Íslandsmótinu þegar þær taka á móti HK. Leikurinn hefst kl. 16:00 á Iðavöllum. Við hvetjum alla til að líta við og kíkja á leikinn.