Knattspyrna | 28. júlí 2004
Leikir hjá piltunum í 5. flokki í dag
Í dag, miðvikudaginn 28. júlí, taka piltarnir í 5. flokki Keflavíkur á móti Grafarvogspiltum úr Fjölni. Leikir A- og C-liða hefjast kl. 17:00 og leikir B- og D-liða kl. 17:50, leikið verður á Iðavöllum. Keflavík er í hörkubaráttu um að komast í úrslitakeppnina en staðan í riðlinum er gríðarlega jöfn. Tvö efstu liðin komast upp í A-riðil og þrjú efstu liðin komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn.