Leikir meistaraflokks kvenna í Lengjubikarnum
Nú hefur meistaraflokkur kvenna leikið tvo leiki í Lengjubikarnum við Val og Breiðablik.
Valur - Keflavík: 4 - 1, Egilshöll 2. mars
Keflavík sýndi fínan leik á móti Íslandsmeisturum Vals. Keflavík komst yfir 0-1 strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Guðný Þórðardóttir fékk stungusendingu inn fyrir vörn Vals og lyfti yfir markmanninn. Stelpurnar okkar lögðu sig allar fram gegn „landsliðskonunum“ í Val. Valur náði að setja mörk á Keflavíkurliðið á 31., 38., 47. og 51. mínútu leiksins. En aðalatriðið er að ungt lið Keflavíkur fékk þarna aukna reynslu sem á eftir að nýtast okkur vel í sumar.
Lið Keflavíkur: Mist, Justyna, Björg Ásta, Birna, Fanney, Guðný, Lilja, Eva, Elísabet Ester, Karen og Anna Rún.
Varamenn: Dúfa, Andrea, Jóna, Kristín Lind, Helena, Íris og Sara Samuels.
Keflavík - Breiðablik: 0 - 3, Reykjaneshöll 21. mars
Leikur liðanna var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og ef eitthvað var stjórnaði Keflavík leiknum lengst af. Þegar á aðra mínútu var komið fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik náðu Blikar að setja fyrsta mark leiksins eftir snarpa skyndisókn en þá voru ekki nema 10 sekúndur eftir af fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri nema hvað Blikar náðu að setja tvö til viðbótar. Vesna og Danka eru mættar aftur til leiks og voru þær mjög frískar og eiga eftir að styrkja okkar unga lið mikið.
Lið Keflavíkur: Dúfa, Justyna, Sonja, Guðný, Lilja, Vesna, Danka, Eva, Elísabet Ester, Karen og Anna Rún.
Varamenn: Mist, Fanney, Helena, Birna, Íris, Bryndís og Sara Samuels.
Lið Keflavíkur ásamt þjálfara liðsins Salih Heimir Porca
Mynd: Jón Örvar
ÞÞ