Leikmannanúmer Keflavíkur
Nú styttist í fyrsta leik og eins og stuðningsmenn hafa fylgst með hefur leikmannahópurinn verið að stækka undanfarna daga. Hér að neðan má sjá leikmannahópinn og númerin sem okkar menn munu bera í sumar.
Eins og sjá má hafa "týndu synirnir" fengið ný númer en Guðjón Árni Antoníusson verður númer 20 og Hólmar Örn Rúnarsson númer 17. Aðrir sem bætast við hópinn eru Samuel Hernandez sem verður í peysu númer 2, Kiko Insa sem er númer 5, Alexander Magnússon númer 14, Páll Olgeir Þorsteinsson verður númer 16, Indriði Áki Þorláksson númer 22 og markvörðurinn Richard Arends að sjálfsögðu númer 1. Tvíburarnir Patrekur Örn og Arnór Smári Friðrikssynir eru í leikmannahópnum og það er vel við hæfi að þeir eru númer 27 og 28!
Svo er bara að mæta á völlinn og sjá okkar menn leika en fyrsti leikur sumarsins er einmitt heimaleikur gegn Víkingum á sunnudaginn kl. 19:15.
1 | Richard Arends | Markmaður |
2 | Samuel Jimenez Hernandez | Varnarmaður |
3 | Magnús Þórir Matthíasson | Varnarmaður |
4 | Haraldur Freyr Guðmundsson | Varnarmaður |
5 | Insa Bohigues Fransisco | Varnarmaður |
6 | Einar Orri Einarsson | Miðjumaður |
7 | Jóhann Birnir Guðmundsson | Miðjumaður |
8 | Bojan Stefán Ljubicic | Miðjumaður |
9 | Sigurbergur Elísson | Sóknarmaður |
10 | Hörður Sveinsson | Sóknarmaður |
11 | Magnús Sverrir Þorsteinsson | Sóknarmaður |
12 | Stefán Guðberg Sigurjónsson | Markmaður |
13 | Unnar Már Unnarsson | Varnarmaður |
14 | Alexander Magnússon | Varnarmaður |
15 | Aron Freyr Róbertsson | Sóknarmaður |
16 | Páll Olgeir Þorsteinsson | Miðjumaður |
17 | Hólmar Örn Rúnarsson | Miðjumaður |
18 | Einar Þór Kjartansson | Miðjumaður |
19 | Leonard Sigurðsson | Miðjumaður |
20 | Guðjón Árni Antoníusson | Varnarmaður |
21 | Sindri Kristinn Ólafsson | Markmaður |
22 | Indriði Áki Þorláksson | Sóknarmaður |
23 | Sindri Snær Magnússon | Miðjumaður |
24 | ||
25 | Frans Elvarsson | Miðjumaður |
26 | Ari Steinn Guðmundsson | Sóknarmaður |
27 | Patrekur Örn Friðriksson | Varnarmaður |
28 | Arnór Smári Friðriksson | Varnarmaður |
29 | Fannar Orri Sævarsson | Sóknarmaður |
Mynd: Jón Örvar Arason