Fréttir

Knattspyrna | 8. janúar 2006

Leikmannaráð og Meistaraflokksráð meðal nýjunga

Í leikmannaráði sem reyndar er ekkert nýtt eru Guðmundur Steinarsson, Ingvi Rafn Guðmundsson, og Jónas Guðni Sævarsson. Þótt þeir séu ungir að árum eru þetta að verða reynsluboltar hérna hjá okkur í boltanum, ekki er ólíklegt að fleiri munu bætast í hópinn hjá þeim.

Það sem er helst nýtt er að skipað hefur verið Meistaraflokksráð.  Meistaraflokksráð mun verða liði, þjálfara, stjórn og framkvæmdastjóra innan handar.  Ef undirritaður fengi að ráða þá mun meistaraflokksráð fá að ráða byrjunarliðinu, en það verður að koma í ljós.  Annars skipa meistaraflokksráð: Inga Ósk Óladóttir, Hjördís Baldursdóttir og Rúnar I. Hannah.  Við val á einstaklingum í þetta ráð voru það ekki knattspyrnuhæfileikar sem réðu heldur útlitið enda sjaldan sem fegurri einstaklingar hafa starfað fyrir deildina (vestmannaeyjahumor).  Eitt af verkefnunum er að koma oftar með fréttir á þessa heimasíðu, vonandi tekst það, og munu þær verða einstaklega hlutlausar eins og við er að búast.

Áfram Keflavík
Rúnar I. Hannah