Leikmenn Keflavíkur - Andri Fannar Freysson
#5 - Andri Fannar Freysson
Aldur: 20 ára.
Staða: Bakvörður, kantmaður, miðja.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Mjög vel, mikil spenna að fá að taka þátt og sjá hvernig það er að spila í Pepsi-deildinni.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Spila gífurlega fallegan fótbolta og gera betur heldur en í fyrra.
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað finnst leikmönnum um það?
Aldrei skemmtilegt að vera spáð falli en engu að síður setur þetta enga pressu á okkur og hvetur okkur áfram og ég hef fulla trú á að við gerum mun betur en þessi spá segir.
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Gríðarlega vel, menn búnir að æfa mjög vel og allir í hópnum miklir félagar og bíða spenntir eftir að mótið byrji.
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Allir ungu leikmennirnir eru gríðarlega metnaðarfullir og leggja hart að sér svo það verður merkilegt að fylgjast með þeim öllum.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Stuðningurinn úr stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli og hvet ég alla Keflvíkinga til að fjölmenna á völlinn í sumar.
Bak við tjöldin
Mesti húmoristinn í klefanum?
Ray Anthony leynir hrikalega á sér og einnig er Einar Orri ávalt með góða punkta sem fá mann til að hlæja.
Verst klæddi leikmaðurinn?
Mjög erfitt val þar sem við erum með hrikalegar tískulöggur innanborð og menn þora varla að mæta illa klæddir án þess að fá skammir en eini maðurinn sem þorir að standa upp á móti þeim og mætir eins og honum sýnist er Dóri (hann er úr Breiðholtinu).
Best klæddi leikmaðurinn?
Miklir smekkmenn í liðinu og koma margir til greina en hugsanlegt að Magnús Þór fái þennan heiður enda mjög duglegur að versla sér föt og ávallt vel til faranna (hann er á lausu).
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Mjög auðveld spurning. Magnús Ríkharðsson er þar efstur á lista en fast á hæla honum kemur Maggi Matt (Mattarinn samt með gífurlega reynslu og ætti að vera duglegri að deila góðum ráðum til þeirra sem eru á lausu, Elíasar, Magga Þórs, Ása, Magga Ríkharðs, Sigurbergs).
Hver verður markahæstur í sumar?
Arnór Ingvi Traustason á eftir að slá í gegn og skora grimmt í sumar.
Hvar endar Keflavík í sumar?
Við eigum eftir að koma á óvart og vera í baráttunni um Evrópusætið.
Topp 5 lögin sem koma Andra í gírinn fyrir leik
• R. Kelly - World´s Greatest
• Blur - Song 2
• Eminem ft. Nate Dogg - Till I Collapse
• Avicii vs Martin Solveig vs Axwell - Hello, I found Levels
• Jay Z - 99 Problems