Leikmenn Keflavíkur - Grétar Atli Grétarsson
#26 - Grétar Atli Grétarsson
Aldur: 24 ára.
Staða: Hægri bakvörður.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Bara nokkuð vel. Ég held að við séum með góða blöndu af leikmönnum og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að standa okkur vel.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Það hafa ekki verið gefin út nein sérstök markmið varðandi sumarið.
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað finnst leikmönnum um það?
Var okkur ekki spáð falli í fyrra líka? Við erum staðráðnir í því að afsanna þessa spá og standa okkur eins og menn í sumar.
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Elías Már Ómarsson. Það verður virkilega gaman að fylgjast með honum í sumar.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Vill bara hvetja sem flesta að mæta á völlinn. Það skiptir okkur leikmennina miklu máli.
Bak við tjöldin
Mesti húmoristinn í klefanum?
Markmannskvikindið hann Ómar fær þann titil. Það er alltaf stutt í glensið hjá honum og orðheppnari mann er varla hægt að finna.
Verst klæddi leikmaðurinn?
Serbarnir eru ekki upp á marga fiskana í þeim fræðum.
Best klæddi leikmaðurinn?
Minn elskulegi frændi, Magnús Þór Magnússon.
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Það kemur bara einn leikmaður til greina -> Ísak Örn Þórðarsson. Ég myndi ekki treysta honum fyrir því að vera einn með systir minni í herbergi í eina sek.
Hver verður markahæstur í sumar?
Annaðhvort Arnór Ingvi eða Hörður Sveins. Ég ætla að veðja á Arnór Ingva.
Hvar endar Keflavík í sumar?
??
Topp 5 lögin sem koma Grétari í gírinn fyrir leik
• Sigur Rós - Glósóli
• Sigur Rós - Inní mér syngur vitleysingur
• Sólstafir - Fjara
• Coldplay - Fix You
• Jorge Quintero - 300 (Violin Orchestra)