Fréttir

Leikmenn Keflavíkur - Ísak Örn Þórðarson
Knattspyrna | 29. apríl 2013

Leikmenn Keflavíkur - Ísak Örn Þórðarson

#29 - Ísak Örn Þórðarson

Aldur: 24 ára.
Staða: Framherji.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Komandi tímabil leggst bara mjög vel í mig.  Við munum gera allt sem við getum til að hafa þetta sumar sem skemmtilegast fyrir okkur leikmenn og okkar ástkæru stuðningsmenn.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Við ætlum okkur klárlega að gera betur en í fyrra.
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað finnst leikmönnum um það?
Spáin hefur aldrei skipt mig neinu gríðarlegu máli en við munum nota hana til að mótivera okkur og mætum enn grimmari til leiks fyrir vikið.
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Ég myndi segja að við værum tilbúnir í komandi átök, búið að æfa vel og menn að leggja hart að sér, létt yfir hópnum og andinn er góður.
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Við eigum fullt af frábærum ungum strákum og framtíðin er virkilega björt hérna í Keflavík, en ef við erum að tala um stráka sem eru ný útskrifaðir af leikskóla þá er Elías Már Ómarsson búinn að vera frábær og hefur alla burði til að halda því áfram.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Þið skiptið okkur ÖLLU máli og þið getið haft veruleg áhrif á leikinn.  Stöndum saman og gerum þetta sumar eftirminnilegt!
 

Bak við tjöldin

Mesti húmoristinn í klefanum?
Ómar Jó er alltaf hress og svo er Ray að koma sterkur inn!
Verst klæddi leikmaðurinn?
Það er erfitt að segja, smekkur manna er svo misjafn.
Best klæddi leikmaðurinn?
Ég gef Magga Þór þennan titil, alltaf vel til hafður.
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Maggarnir, MattMachine (Maggi Matt) og Maggi Ríkharðs.
Hver verður markahæstur í sumar?
Höddi Sveins reimar á sig markaskóna í sumar og Nóri (Arnór Ingvi) er óstöðvandi þegar hann kemst í gang.
Hvar endar Keflavík í sumar?
Við ætlum okkur að koma á óvart, í baráttu um Evrópusæti segi ég.

Topp 5 lögin sem koma Ísak í gírinn fyrir leik

•    Sigur Rós - Inní Mér Syngur Vitleysingur
•    Valdimar - Yfirgefinn
•    Of Monsters and Men - Little Talks
•    Kanye West - Stronger
•    Avicii - Levels