Fréttir

Leikmenn Keflavíkur - Jóhann Birnir Guðmundsson
Knattspyrna | 25. apríl 2013

Leikmenn Keflavíkur - Jóhann Birnir Guðmundsson

#7 - Jóhann Birnir Guðmundsson

Aldur: 35 ára að verða 36cheeky.
Staða: Kantari.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Ljómandi vel.  Skemmtileg blanda af eldri og yngri leikmönnum sem geta komið á óvart.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Að spila skemmtilegan bolta sem færir okkur ofarlega í töflunni.
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað segja leikmenn við því?
Gæti ekki verið betra, þessir sérfræðingar hafa annað hvort ekki séð okkur spila (þar sem það tekur of langan tíma að keyra Reykjanesbrautina) eða eru fyrverandi þjálfarar okkar, Say no morecheeky.  Ég hef ekki miklar áhyggjur af því sem aðrir halda um liðið.
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Við komum ágætlega frá þessum vetri.  Liðið er að slípast saman, ekki mikið um meiðsli og menn almennt í góðu skapi á æfingum.
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Það eru fullt af ungum strákum sem eiga eftir að spila í sumar.  Arnór Ingvi, Frans, Sigurbergur, Bojan og Maggi Þór hafa allir fengið dýrmæta reynslu á síðustu tímabilum og verða bara betri.  Síðan kom Andri Fannar frá nágrönnum okkar í vetur og það er skemmtilegur leikmaður með frábært vald á boltanum.  Elías mun síðan eflaust bæta við sig mínútum í sumar og setja eithvað af mörkum, á því liggur enginn vafi.  Ási hefur allt sem þarf til að verða hörku miðvörður og veitir Dóra og Halla verðuga samkeppni þar.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Ég skora bara á fólk að vera duglegt að mæta á völlinn og styðja sitt lið sem er eitt af fáum liðum á landinu sem er byggt upp af heimamönnum.  Það er allt mögulegt með samstilltu átaki leikmanna, stjórnar og stuðningsmanna.
 

Bak við tjöldin

Mesti húmoristinn í klefanum?
Það eru margir mjög skemmtilegir karakterar í klefanum.  Ég verð samt að segja að hann Einar Orri fær mig alltaf til að hlæja.  Hann er hrikalega fyndin týpa.
Verst klæddi leikmaðurinn?
Dóri situr við hliðina á mér í klefanum og ég undra mig oft á því hvar hann finni þessi föt sem hann er í.cheeky
Best klæddi leikmaðurinn?
Maggi Þór situr hinum megin við mig í klefanum og hann er mikill snyrtipinni, alltaf flottur í tauinu.  Það var virkilega gaman að fara með honum í fatabúðir út á Spáni á meðan hinir voru að tana.  Þar keypti hann sér einhvern flottasta leðurjakka sem komið hefur til  Íslands.  Tollverðirnir stoppuðu hann í hliðinu og fengu að máta jakkann, svo flottur er hann!  Heyrst hefur að Maggi muni frumsýna jakkann á Keflavik Music Festival í sumar.
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Það koma margir til greina.  Maggi Matt er augljósi kosturinn.  Fuad Gazibegovic á eftir að standa sig vel innan vallar sem utan í sumar, það er ljóst.  Maggi Þór í leddaranum.  Þetta eru þessir helstu.
Hver verður markahæstur í sumar?
Höddmachine verður með 10+ í sumar.
Hvar endar Keflavík í sumar?
Verður á góðum stað, í óvæntri baráttu um Evrópusæti þegar líða tekur á mótið.

Topp 5 lögin sem koma Jóa í gírinn fyrir leik

•    Valdimar - Yfirgefinn
•    Hljómar - Lífsgleði
•    Rolling Stones - Tumbling Dice
•    Sigurrós - Popplagið
•    AC/DC - You Shook Me All Night Long