Fréttir

Knattspyrna | 6. maí 2011

Leikmenn Keflavíkur - kynning

Nú er allt komið á fullan gang í Pepsi-deildinni og boltinn farinn að rúlla.  Við Keflvíkingar teflum fram öflugum hópi leikmanna í sumar og hér að neðan er stutt kynning í leikmannahópnum.  Nokkrar breytingar hafa orðið á hópnum eins og gerist reyndar flest ár.  Nokkrir reyndir leikmenn hafa horfið á braut og aðrir hafa bæst í hópinn.  Þá er ljóst að einhverjir yngri leikmenn munu fá tækifæri í sumar og verður gaman að fylgjast með þeim enda eigum við fjölmarga unga og efnilega leikmenn í okkar röðum.


 

Ómar Jóhannsson
Mark - 30 ára - Númer: 1
Deild: 121     Bikar: 14     Evrópa: 9
19 leikir U-21 árs, 6 U-18 ára, 9 U-16 ára
Bikarmeistari með Keflavík 2006

Heimamaður sem lék með liðum í Svíþjóð á unglingsárunum og árið 2004.  Var lykilmaður árið 2008 en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár.  Hefur komið sterkur til baka í vor.
   

Árni Freyr Ásgeirsson
Mark - 19 ára - Númer: 12
Deild: 3     Bikar: 1
3 leikir U-18 ára, 4 U-17 ára

Hefur leikið með Keflavík í gegnum alla yngri flokkana og hefur verið viðloðandi meistaraflokk síðustu fjögur ár þrátt fyrir ungan aldur.  Fékk smjörþefinn af efstu deild í fyrra þegar hann lék nokkra leiki og þeir eiga örugglega eftir að verða fleiri í framtíðinni.

Bergsteinn Magnússon
Mark - 17 ára - Númer: 21
9 leikir U-17 ára

Efnilegur markmaður sem hefur verið fyrirliði U-17 ára landsliðsins sem stóð sig frábærlega í Evrópukeppninni á þessu og síðasta ári.  Var óvænt í leikmannahópi meistaraflokks í nokkrum leikjum síðasta sumar, þá 16 ára gamall.
   


Guðjón Árni Antoníusson
Vörn - 27 ára - Númer 3
Deild: 150/10     Bikar: 24/4     Evrópa: 11
1 landsleikur
Bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006

Hóf ferilinn með Víði í Garði en byrjaði með Keflavík árið 2002.  Hefur verið fastamaður og einn traustasti leikmaður liðsins allar götur síðan.  Skoraði í úrslitaleik bikarsins gegn KR árið 2006 þegar Keflavík vann 2-0.  Valinn leikmaður ársins hjá Keflavík árið 2006.



Haraldur Freyr Guðmundsson
Vörn - 29 ára - Númer: 4
Deild: 91/8     Bikar: 16/3
2 landsleikir, 4 U-21 árs, 8 U-18 ára
Bikarmeistari með Keflavík 2004

Fyrirliði Keflavíkur.  Heimamaður sem lék fyrst með meistaraflokki árið 1999.  Kom aftur til Keflavíkur árið 2009 eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í Noregi og á Kýpur.  Valinn leikmaður ársins hjá Keflavík árið 2002 og aftur í fyrra.
 

Brynjar Örn Guðmundsson
Vörn - 28 ára - Númer: 16
Deild: 56/4     Bikar: 8     Evrópa: 2
2 leikir U-18 ára, 3 U-16 ára

Heimamaður sem lék með Keflavík í yngri flokkunum og lék fyrst með meistaraflokki árið 2001.  Lék síðan í nokkur ár með Reyni í Sandgerði en kom aftur heim árið 2008.  Hefur eytt mestallri ævinni í bakvarðastöðunni en lék einnig á miðjunni í fyrra og varð óvænt einn af markahæstu leikmönnum liðsins.

Sigurður Gunnar Sævarsson
Vörn - 20 ára - Númer: 24
Deild: 3     Bikar: 1

Einn af fjölmörgum ungum leikmönnum sem eru að láta til sína taka hjá Keflavík.  Lék nokkra leiki í fyrra og var síðan í láni hjá Víði seinni hluta sumars.
  
  

Goran Jovanovski
Vörn - 31 árs - Númer: 5

Er frá Makedóníu og er fyrstur þarlendra til að bætast í fríðan hóp erlendra leikmanna sem hafa leikið með Keflavík.  Hefur leikið með nokkrum liðum í heimalandi sínu og getur leikið flestar stöður í vörninni og á miðjunni.
  
 


   

Adam Larsson
Vörn - 21 árs - Númer: 2

Kemur að láni frá IF Mjällby í Svíþjóð.  Ungur varnarmaður sem á að baki nokkra leiki í sænsku úrvalsdeildinni.  Fetar í fótspor öflugra Svía sem hafa leikið með Keflavík í gegnum árin.


   

Kristinn Björnsson
Vörn - 24 ára

Einn af þremur leikmönnum sem komu frá Njarðvík fyrir þetta tímabil.  Hefur verið fastamaður með liði Njarðvíkur undanfarin ár og lék flesta leiki liðsins í B-deildinni síðasta sumar.
  

Ásgrímur Rúnarsson
Vörn - 19 ára
2 leikir U-18 ára, 7 U-17 ára

Efnilegur varnarmaður sem hefur nokkrum sinnum verið á bekknum hjá meistaraflokki.  Stór og sterkur strákur sem á eftir að láta til sín taka í framtíðinni.
  
  

Eyþór Ingi Júlíusson
Vörn - 17 ára

Einn af okkar ungu og efnilegu leikmönnum.  Hefur ekki enn verið í leikmannahópi í opinberum leik enda ungur að árum.  Hefur verið lykilmaður í hinu sigursæla Futsal-liði Keflavíkur.
  
  

Andri Steinn Birgisson
Miðja - 27 ára - Númer: 8
Deild: 8/1   Bikar: 2
2 leikir U-19 ára

Gekk til liðs við Keflavík í fyrra frá Fjölni.  Hefur auk þess leikið í Noregi og Grindavík og með úrvali liða af höfuðborgarsvæðinu.  Var óheppinn með meiðsli á sínu fyrsta tímabili með Keflavík en kom öflugur inn á lokasprettinum.
  

Einar Orri Einarsson
Miðja - 21 árs - Númer: 6
Deild: 50   Bikar: 8   Evrópa: 4
3 leikir U-18 ára, 4 U-17 ára
Bikarmeistari með Keflavík 2006

Uppalinn í Keflavík og er kominn með þó nokkra reynslu með meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur.  Hefur venjulega leikið sem aftasti miðjumaður en hefur einnig leikið sem miðvörður.  Er kominn með 63 leiki í opinberum keppnum en á enn eftir að skora.

Jóhann Birnir Guðmundsson
Miðja - 33 ára - Númer: 7
Deild: 89/21   Bikar: 15/5   Evrópa: 8/1
8 landsleikir, 11/5 U-21 árs, 10/1 U-19 ára, 2 U-17 ára
Bikarmeistari með Keflavík 1997

Kemur úr Garðinum og hóf ferilinn með Víði eins og fleiri góðir menn.  Lék fyrst með Keflavík árið 1994 og sneri aftur árið 2008 eftir áratug sem atvinnumaður í Englandi, Noregi og Svíþjóð.  Gladdist mjög þegar Grétar Hjartar bættist í hópinn því hann er níu dögum eldri en Jóhann og því orðinn aldursforseti liðsins.
  

Magnús Sverrir Þorsteinsson
Miðja/sókn - 28 ára - Númer: 11
Deild: 160/33   Bikar: 22/5   Evrópa: 7/1
5 leikir U-21 árs, 4 U-18 ára, 7/3 U-16 ára
Bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006

Heimamaður sem lék með Keflavík í gegnum alla yngri flokka og byrjaði með meistaraflokki árið 1999.  Lék eitt sumar með Grindavík.  Sló í gegn sem "super-sub" árið 2008 og skoraði þá öll fimm mörk sín í deildinni eftir að hafa komið inn á sem varamaður. 
  

Arnór Ingvi Traustason
Miðja - 17 ára - Númer: 17
Deild: 3/1
2 leikir U-17 ára

Kornungur leikmaður sem sló í gegn í síðustu leikjum liðsins síðasta sumar.  Kórónaði frábæra innkomu með glæsilegu marki í lokaleik Pepsi-deildarinnar.  Er orðinn fastamaður þrátt fyrir ungan aldur og er leikmaður sem miklar vonir eru bundnar við.
   


   

Hilmar Geir Eiðsson
Miðja - 24 ára - Númer: 14

Gekk til liðs við Keflavík fyrir þetta tímabil frá Haukum þar sem hann hafði leikið allan sinn feril.  Átti góða leiki með Haukunum í efstu deildinni síðasta sumar og hefur komið sterkur inn í vorleikjunum.

Magnús Þór Magnússon
Miðja - 19 ára - Númer: 22
Deild: 4   Bikar: 3

Enn einn ungi leikmaðurinn sem er að koma upp úr yngri flokkum félagsins og bankar á dyrnar hjá liðinu.  Hefur leikið nokkra  leiki með meistaraflokki síðustu tvö ár og hefur verið að tryggja sér sæti í leikmannahópnum.

Bojan Stefán Ljubicic
Miðja - 18 ára - Númer: 15
Deild: 7/1
2 leikir U-18 ára

Kemur upp úr yngri flokkunum og hefur leikið nokka leiki síðustu tvö ár.  Skoraði sitt fyrsta mark á eftirminnilegan hátt í lokaleik Pepsi-deildarinnar í fyrra.  Faðir hans er Zoran Daníel, fyrrum fyrirliði Keflavíkur, og nú þjálfari yngri flokka hjá félaginu.


Sigurbergur Elísson
Miðja - 18 ára - Númer: 23
Deild: 3
3/1 leikir U-17 ára

Varð yngsti leikmaður efstu deildar karla þegar hann lék gegn Fylki í september 2007, þá 15 ára og 149 daga gamall.  Hefur oft þurft að berjast við meiðsli en er ennþá barnungur og hefur því nógan tíma til að ná sér á strik.  Faðir hans er Elís Kristjánsson, þjálfari yngri flokka kvenna hjá Keflavík.


    
Frans Elvarsson
Miðja - 21 árs
4 leikir U-19 ára, 7/1 U-17 ára

Austfirðingur sem villtist til Njarðvíkur og hefur leikið þar síðustu ár.  Gekk til liðs við Keflavík fyrir þetta tímabil.
 
  

Viktor Hafsteinsson
Miðja - 18 ára

Einn af fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum sem banka á dyrnar hjá meistaraflokki.  Var á bekknum í Pepsi-deildinni í fyrra en á eftir að leiki sinn fyrsta leik.  Lék nokkra leiki í Lengjubikarnum í vor og stóð sig vel.

  

Theodór Guðni Halldórsson
Miðja - 17 ára
3 leikir U-19 ára

Enn einn efnilegi leikmaðurinn í hópnum.  Hefur enn ekki fengið tækifæri í alvöruleik en hefur fengið að spreyta sig nokkrum sinnum í Lengjubikarnum.

  

Guðmundur Steinarsson
Sókn - 31 árs - Númer: 9
Deild: 201/70     Bikar: 33/18     Evrópa: 9/3
3 landsleikir, 7/1 U-21 árs, 4 U-18 ára, 9/2 U-16 ára
Bikarmeistari með Keflavík 1997, 2004 og 2006

Keflvíkingur í húð og hár og á rætur að rekja til gullaldarliðs félagsins.  Hefur einnig leikið með KA, Fram, í Danmörku og í Lichtenstein.  Átti sitt besta tímabil 2008 þegar hann varð markakóngur og besti leikmaður úrvalsdeildar og leikmaður ársins hjá Keflavík.  Vantar aðeins þrjú mörk til að verða markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild frá upphafi og 14 leiki til að verða sá leikjahæsti. 
  

Haukur Ingi Guðnason
Sókn - 32 ára - Númer: 10
Deild: 90/26     Bikar: 13/2     Evrópa: 4
8 landsleikir, 9/1 U-21 árs, 16/4 U-18 ára, 16/3 U-16 ára
Bikarmeistari með Keflavík 1997

Annað eintak sem tengist gullaldarliðinu.  Lék fyrst með liðinu árið 1995 og hefur einnig leikið með Liverpool, KR og Fylki.  Hefur barist við meiðsli og náði ekki að leika marga leiki í fyrra en átti góða innkomu undir lok sumarsins.

Magnús Þórir Matthíasson
Sókn - 21 árs - Númer: 20
Deild: 35/4     Bikar: 3/1     Evrópa: 1
2 leikir U-19 ára

Einn af okkur ungu og efnilegu leikmönnum.  Hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin tvö ár.  Sprækur sóknarmaður sem hefur oftast leikið á kantinum með meistararflokki.
  

Grétar Hjartarson
Sókn - 33 ára - Númer: 26
1 landsleikur, 2/2 U-21 árs

Öflugur framherji sem hefur komið víða við en kom frá Grindavík fyrir þetta tímabil.  Á að baki 156 leiki og 65 mörk í efstu deild.  Aldursforseti liðsins en ber aldurinn vel.
  

Ísak Örn Þórðarson
Sókn - 22 ára

Enn einn Njarðvíkingurinn sem skipti í Keflavík í vetur.  Hafði leikið með liði Njarðvíkur frá árinu 2007.  Sterkur og duglegur framherji.