Fréttir

Leikmenn Keflavíkur - Magnús Ríkharðsson
Knattspyrna | 2. maí 2013

Leikmenn Keflavíkur - Magnús Ríkharðsson

#24 - Magnús Ríkharðsson

Aldur: 17 ára.
Staða: Miðjumaður.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Mér líst bara mjög vel á þetta.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Spila okkar leik og ef við gerum það í allt sumar þá munum við gera mun betur en í fyrra.
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað finnst leikmönnum um það?
Það peppar okkur bara enn meira upp og við vitum það best sjálfir hvað við getum.  Þegar við spilum okkar bolta þá erum við helvíti góðir.
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Mjög vel æfðir og góður neisti í mönnum, þetta verður bara gaman!
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Við höfum fullt af efnilegum strákum sem munu gefa allt í það að komast í liðið.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Hrikalega gaman að hafa sem flesta og við viljum sjá alla á völlinn í sumar!
 

Bak við tjöldin

Mesti húmoristinn í klefanum?
Það er hrikalega gaman að Ray!  Frábært karakter.
Verst klæddi leikmaðurinn?
Bergsteinn Magnússon, án nokkurs vafa.
Best klæddi leikmaðurinn?
Grétar Atli fær þann heiður.
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Mattarinn er vaðandi í stelpunum þessa dagana (Maggi Matt).
Hver verður markahæstur í sumar?
Arnór Ingvi Trausta.
Hvar endar Keflavík í sumar?
6.-8. sæti.

Topp 5 lögin sem koma Magga í gírinn fyrir leik

•    Adema - The Way You Like It
•    Avicii - If I Lose Myself
•    Lostprophets - For All These Times
•    Tiesto - Welcome to Ibiza
•    The Prodigy - Voodoo People (Pendulum Remix)