Fréttir

Leikmenn Keflavíkur - Magnús Sverrir Þorsteinsson
Knattspyrna | 1. maí 2013

Leikmenn Keflavíkur - Magnús Sverrir Þorsteinsson

#11 - Magnús Sverrir Þorsteinsson

Aldur: 30 ára.
Staða: Sóknarmaður.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Mér líst bara mjög vel á það, verðum með skemmtilega blöndu í liðinu.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Það er bara að safna eins mikið af stigum og við getum og gera betur en í fyrra
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað finnst leikmönnum um það?
Lítið verið pælt í því, það á nú eftir að spila mótið.  Okkur var einnig spáð falli í einhverjum miðlum í fyrra og þegar 3 umferðir voru eftir áttum við enn séns á Evrópusæti, þannig að vonandi verður þetta svipað í ár...
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Liðið er að koma ágætlega undan vetri og við erum bara spenntir að fara að hefja mótið, nýkomnir frá Spáni og farnir að æfa á grasi
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Ef menn vilja sjá unga og góða leikmenn þá er þess virði að fylgast með Keflavík, margir frábærir að koma upp og einnig ungir leikmenn sem spiluðu vel í fyrra og verða enn betri í ár.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Já, bara að fá sem flesta á völlinn og styðja við liðið.  Eins að hvetja ungu strákana sem eiga eftir að skipa stóran sess í sumar.  Mín skoðun er allavega sú að það er langskemmtilegast að fylgja sínu liði þegar mikið er um unga og uppalda leikmenn í liðinu.
 

Bak við tjöldin

Mesti húmoristinn í klefanum?
Þetta verð ég að gefa Einari Orra þó mig svíði það aðeins (má ekki hrósa honum mikið), einstaklega skemmtilegur karakter sem er bæði hægt að hlæja að og með.
Verst klæddi leikmaðurinn?
Einar Orri skuldlaust.
Best klæddi leikmaðurinn?
Jóhann Birnir er flottur, Maggi Þór er fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina svo er Haraldur Freyr oftast með þetta.
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Maggi Matt er að standa sig vel að eigin sögn.
Hver verður markahæstur í sumar?
Arnór Ingvi á vonandi eftir að setja nokkur.
Hvar endar Keflavík í sumar?
6. sæti.

Topp 5 lögin sem koma Magga í gírinn fyrir leik

•    Spila eithvað sígilt íslenskt, þá er ég góður.