Fréttir

Leikmenn Keflavíkur - Magnús Þórir Matthíasson
Knattspyrna | 9. maí 2013

Leikmenn Keflavíkur - Magnús Þórir Matthíasson

#20 - Magnús Þórir Matthíasson

Aldur: Rétt rúmlega tvítugur.
Staða: Midfielder, middari, miðjumaður, winger, vængmaður, kantari.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Mjög vel, hlakka til að spila aftur í Keflavíkurtreyjunni.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Safna fleiri punktum en í fyrra.
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað finnst leikmönnum um það?
Ég er lítið sem ekkert að pæla í því hvernig snillingarnir halda að þetta fari.
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Það er að koma vel undan vetrinum og menn eru klárir í slaginn.
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Elías Bieber á eftir að láta til sín taka, mjög hæfileikaríkur drengur þar á ferð.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Allir á völlinn jákvæðir og taka hressilega undir hjá Puma Jr.
 

Bak við tjöldin

Mesti húmoristinn í klefanum?
Teddi og Einar Orri.
Verst klæddi leikmaðurinn?
Fuad og Dóri Piss mættu hreinsa vel til í fataskápnum sínum.
Best klæddi leikmaðurinn?
Ég hef alltaf hrifist af fatastíl Ómars Jó.  Hann er óhræddur og fer sínar eigin leiðir, annað en bakkabræðurnir Halli Gumm og Magnús Þór sem eru alltaf eins og klipptir úr tískutímariti.  Jafnan litríkar flíkur með fallegum munstrum.
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Grétar Atli er grimmur og hefur fulla innistæðu fyrir því, gullfallegur drengurinn.  Sigurbergur og Magnús Þór eru báðir miklir laumuhösslerar, ber ekki mikið á þeim en bakvið tjöldin eru þeir á löngum vöktum.
Hver verður markahæstur í sumar?
Jói B., Arnór Ingvi og Höddi Sveins.  Munu verða jafnir með 8 stykki en Arnór fær hann því hann verður farinn til Noregs um miðbik júlí.
Hvar endar Keflavík í sumar?
Keflavík mun enda á góðum stað.

Topp 5 lögin sem koma Mattaranum í gírinn fyrir leik

•    Rihanna - Stay (Marius Hörsturz Edit)
•    A$AP ft. Drake, Kendrick Lamar & 2Chainz - Fucking Problem
•    Duke Dumont - The Giver
•    WHO (Orginal Mix) - Plastik Funk, Tujamo
•    Það er alltaf gott að hlusta á eithvað alvöru íslenskt efni.