Fréttir

Knattspyrna | 7. maí 2010

Leikmenn Keflavíkur - Markmennirnir

Nú styttist í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar og því er ekki úr vegi að kynna aðeins þá leikmenn sem verða í eldlínunni hjá liðinu okkar í sumar.  Við byrjum á markmönnunum og færum okkur svo fram á völlinn næstu daga. 

Það verða tveir Keflvíkingar sem sjá um markmannsstöðuna í sumar, þeir Ómar Jóhannsson og Árni Freyr Ásgeirsson.  Þeir Ómar og Árni Freyr mynda öflugt teymi sem æfir af krafti undir stjórn markmannsþjálfarans Rajko Stanisic.

Í fyrra stóð hinn danski Lasse Jörgensen milli stanganna hjá Keflavík og árin 2000 og 2001 varði landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson mark liðsins.  Þar fyrir utan hafa eingöngu heimamenn (og nærsveitarmenn) leikið í marki Keflavíkurliðsins á þeim 55 árum sem félagið hefur tekið þátt í Íslandsmótinu.



  

Ómar Jóhannsson
29 ára - Númer: 1
Deild: 106     Bikar: 13     Evrópa: 9
19 leikir U-21 árs, 6 U-18 ára, 9 U-16 ára
Bikarmeistari með Keflavík 2006

Heimamaður sem lék með liðum í Svíþjóð á unglingsárunum og árið 2004.  Missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en hefur komið sterkur til baka í vor.


Árni Freyr Ásgeirsson
18 ára - Númer: 12
3 leikir U-18 árs, 4 U-17 ára

Hefur leikið með Keflavík í gegnum alla yngri flokkana og hefur verið viðloðandi meistaraflokk síðustu þrjú ár þrátt fyrir ungan aldur.  Hefur enn ekki leikið opinberan leik með Keflavík en hefur setið á bekknum í 32 slíkum leikjum og það hlýtur að styttast í fyrsta alvöruleikinn.