Leikmenn Keflavíkur - Ray Anthony Jónsson
#3 - Ray Anthony Jónsson
Aldur: 34 ára.
Staða: Bakvörður hægri/vinstri.
Hvernig líst þér á komandi keppnistímabil?
Mjög vel, spennandi tímar framundan.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Að gera betur en í fyrra!
Liðinu er spáð falli af öllum helstu miðlum, hvað finnst leikmönnum um það?
Ekkert, eins og Zoran sagði „gæti virkað eins og vítamínsprauta á okkur“.
Hvernig er liðið að koma undan vetri?
Ágætlega, við erum búnir að vera að æfa vel og maður sér það núna á hverri æfingu rétt fyrir mót að menn eru orðnir mjög spenntir.
Eru einhverjir nýir ungir leikmenn sem áhorfendur ættu að fylgjast vel með í sumar?
Já þeir eru þó nokkuð margir... Þeir verða margir sem eiga eftir að reynast liðinu vel, hvort sem það verður núna í sumar eða í framtíðinni.
Lokaorð til stuðningsmanna?
Ég vona að sem flestir komi og styðja okkur í þessari baráttu. Áfram Keflavík!!!
Bak við tjöldin
Mesti húmoristinn í klefanum?
Þeir eru nokkrir, Halli, Einar, Maggi Matt og Ómar.
Verst klæddi leikmaðurinn?
Úff... eigum við ekki að segja Halldór Kristinn Halldórsson vegna klæðnaðar á æfingum.
Best klæddi leikmaðurinn?
Bojan, hann spáir svolítið mikið í tískuna.
Mesti Höztlerinn í liðinur?
Klárlega Fúdó.
Hver verður markahæstur í sumar?
Erfitt að segja. Við eigum nokkra markahróka.
Hvar endar Keflavík í sumar?
1.-7. sæti.