Knattspyrna | 9. maí 2010
Leikmenn Keflavíkur - Sóknarmennirnir
Síðasti hlutinn af kynnningu okkar á leikmönnum Keflavíkur fer hér á eftir og við ljúkum þessu á sóknarmönnunum. Sóknarleikurinn hefur verið í fyrirrúmi hjá liðinu undanfarin ár og við teflum fram öflugri sveit framlínumanna. Þar fara fremstir reynsluboltarnir Guðmundur Steinarsson, Haukur Ingi Guðnason og Hörður Sveinsson og þá hefur Magnús Þórir Matthíasson verið að koma sterkur inn. Saman hafa þessir leikmenn skorað 120 deildarmörk, 21 bikarmark og átta Evrópumörk fyrir félagið. Núna rétt fyrir mót bættist svo lánsmaðurinn Lateef Elford-Alliyu við hópinn.
 |
Guðmundur Steinarsson 30 ára - Númer: 9 Deild: 180/67 Bikar: 31/18 Evrópa: 9/3 3 landsleikir, 7/1 U-21 árs, 4 U-18 ára, 9/2 U-16 ára Bikarmeistari með Keflavík 1997, 2004 og 2006
Næst mesti markahrókur liðsins frá upphafi. Keflvíkingur í húð og hár og afkomandi gullaldarliðs félagsins. Hefur einnig leikið með KA, Fram, í Danmörku og í Lichtenstein. Átti sitt besta tímabil 2008 þegar hann varð markakóngur og besti leikmaður úrvalsdeildar og leikmaður ársins hjá Keflavík. Vantar aðeins fimm mörk til að verða markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild og hefur verið að æfa vítin til að ná því í sumar. |
 |
Haukur Ingi Guðnason 31 árs - Númer: 10 Deild: 83/25 Bikar: 13/2 Evrópa: 4 8 landsleikir, 9/1 U-21 árs, 16/4 U-18 ára, 16/3 U-16 ára Bikarmeistari með Keflavík 1997
Annað afkvæmi gullaldarliðsins. Lék fyrst með liðinu árið 1995 og hefur einnig leikið með Liverpool, KR og Fylki. Sneri heim fyrir síðasta tímabil. Er gott dæmi um að það er orðið nokkuð langt síðan gullaldarlið Keflavíkur var og hét því konan hans er frægari en pabbi hans. |
 |
Hörður Sveinsson 27 ára - Númer: 27 Deild: 98/26 Bikar: 13/1 Evrópa: 6/5 9/1 leikir U-21 árs, 3 U-19 ára Bikarmeistari með Keflavík 2004
Heimamaður sem byrjaði með meistaraflokki árið 2001 en lék einnig með Víði. Lék með Silkeborg í Danmörku með Hólmari Erni en þeir félagar komu aftur til Keflavíkur í upphafi keppnistímabilsins 2008. Skoraði fjögur mörk í leik gegn FC Etzella frá Lúxemborg í Evrópukeppninni árið 2005 sem er Íslandsmet. |
|
Magnús Þórir Matthíasson 20 ára - Númer: 18 Deild: 16/2 Bikar: 1 Evrópa: 1 2 leikir U-19 ára
Einn af okkur ungu og efnilegu leikmönnum. Sýndi prýðilega takta á síðasta tímabili og lék þó nokkuð af leikjum. Hefur átt mjög góða leiki í vor og er leikmaður sem miklar vonir eru bundnar við. Ekki er annað að sjá en pilturinn ætli að standa undir þeim. |
 |
Lateef Elford-Alliyu 17 ára - Númer: 29
Lánsmaður frá enska liðinu West Bromwich Albion og verður hjá Keflavík í sumar ásamt miðjumanninum Kayleden Brown. Lék sem lánsmaður hjá Hereford í vor. Hefur leikið með U-17 ára landsliði Englands. |