Fréttir

Knattspyrna | 18. apríl 2011

Leikmenn selja ársmiða á miðvikudag

Leikmenn meistaraflokks karla verða í verslun Nettó miðvikudaginn 20. apríl kl. 13:00-19:00 og selja ársmiða á heimaleiki Keflavíkur í sumar.  Hver ársmiði kostar 12.000 kr. og gildir á alla 11 heimaleiki Keflavíkur í Pepsi-deildinni.  Miðaverð á einstaka leiki verður 1.500 kr. þannig að það margborgar sig að kaupa ársmiða.  Við hvetjum stuðningsmenn til að nota tækifærið og tryggja sér miða á leiki sumarsins og spjalla í leiðinni við leikmenn liðsins.