Leiknir - Keflavík á mánudag kl.19:15
Næsti leikur í Pepsi-deildinni er útileikur gegn nýliðum Leiknis. Leikurinn verður á Leiknisvelli mánudaginn 13. júlí kl. 19:15. Það þarf varla að taka fram að okkar lið þarf nauðsynlega á stigunum að halda enda hefur stigasöfnunin gengið hægt í sumar. Fyrir leikinn er Leiknir í 9. sæti deildarinnar með níu stig en Keflavík situr í því neðsta með fjögur stig.
Dómararnir
Dómari leiksins verður Pétur Guðmundsson, aðstoðardómarar þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Oddur Helgi Guðmundsson og eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Georg Lárusson.
Stuðullinn
1 | X | 2 | |
Lengjan | 1,90 | 2,90 | 2,85 |
Getraunanúmer Keflavíkur er 230.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um fyrri leiki Keflavíkur og Leiknis enda verður þetta fyrsti deildarleikur félaganna. Liðin mættust í 16 liða úrslitum bikarsins árið 2006 en sá leikur fór einmitt fram á heimavelli Leiknis. Keflavík vann leikinn 3-0 en þar gerði Stefán Örn Arnarson tvö mörk og Guðmundur Steinarsson eitt.
Hjá Leikni hittum við fyrrverandi leikmann okkar en það er Halldór Kristinn Halldórsson sem lék með okkar liði síðustu tvö ár.