Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2022

Leikskólaheimóknir

Leikskólaheimsóknir í Nettóhöllina

 

 

Í vetur hefur Knattspyrnudeild Keflavíkur boðið leikskólum í Keflavík að koma í heimsókn í Nettóhöllina en þetta er annað árið sem Keflavík stendur fyrir þessu verkefni. Í heildina tóku sjö leikskólar þátt í verkefninu með elsta árganginn sinn og kom hver leikskóli í heimsókn einu sinni í mánuði frá október fram í maí.

 

Í Nettóhöllinni tóku menntaðir þjálfarar á móti börnunum og kenndu þeim ýmsa skemmtilega leiki bæði með og án bolta. Einnig voru gerðar ýmsar þrautir og æfingar með bolta og börnunum kennt að spila fótbolta. Að sögn leikskólakennaranna skemmtu börnin sér ávallt vel og hlökkuðu til að koma í heimsókn í Nettóhöllina.

Við þökkum leikskólunum kærlega fyrir samfylgdina í vetur og hlökkum til að taka á móti leikskólum hverfisins aftur í haust.

 

Myndasafn