Fréttir

Knattspyrna | 21. september 2004

Leikskrá dreift í öll hús

Keflavík og HK gefa út sameiginlega leikskrá vegna undanúrslitaleiksins í VISA-bikarnum.  Verður henni dreift í öll hús í Keflavík og Njarðvík.  Í viðtali við Milan Stefán Jankovic í leikskránni segir Janko að það fallegasta sem hann hefur tekið þátt í vegna knattspyrnuleiks á Íslandi hafi verið þegar hann sem fyrirliði Grindavíkur fyrir 10 árum árið 1994 hafi leitt liðið inn á Laugardalsvöll í bikarúrslitum á móti KR.  Slík upplifun sé sjaldgæf og hann vonar svo sannarlega að leikmenn hans fái að upplifa þessa stemmningu í úrslitum VISA-bikarkeppninnar nú.  ási