Leikur gegn Portúgölum í kvöld
Í dag leikur Keflavík annan leik í æfingaferðinni á Spáni. Mótherjarnir heita Lusitaneo Villarreal og eru frá Portúgal. Ekki höfum við neinar upplýsingar um þetta ágæta lið og það kemur því í ljós síðar í dag hvernig okkar mönnum reiðir af en leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Við segjum fréttir af leiknum um leið og þær berast. Annars er allt gott að frétta af hópnum sem hefur það gott á Canela.
Jónas og Gummi brosmildir á Spáni í fyrra.
(Mynd: Jón Örvar Arason)