Fréttir

Knattspyrna | 18. september 2007

Leikur hjá Keflavík Eldri í kvöld

Eldri flokkur Keflavíkur spilar í kvöld gegn Þrótti Reykjavík á Íslandsmótinu.  Þetta er síðasti heimaleikur Keflavíkur á tímabilinu og verður leikið í Reykjaneshöll kl. 20:00.  Flokkurinn hefur staðið sig mjög vel í sumar og trónir á toppnum þegar tvær umferðir eru eftir.  Nú er um að gera að kíkja í Höllina og sjá "gömlu" brýnin sýna gamla og góða takta.