Í kvöld leikur meistaraflokkur kvenna gegn HK/Víkingi í Deildarbikarnum. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 20:00. Við hvetjum fólk til að mæta og fylgjast með liðinu sem hefur verið að leika vel í keppninni og verið óheppið að fá ekki meira úr fyrstu tveimur leikjunum. Fyrri leikir þeirra hafa farið 4-4 og 3-4 þannig að reikna má með mörkum í kvöld og góðri skemmtun.