Fréttir

Knattspyrna | 23. maí 2004

Leikur hjá U23 ára liðinu

Sunnudaginn 23. maí kl. 17.00 leikur U23 ára lið Keflavíkur við FH á Keflavíkurvelli.  Liðið hefur farið vel af stað í mótinu og vann Fram í fyrsta leik 7-0.  Það er því vel þess virði að fylgjast með strákunum.  Með U23 ára liðinu leika 4 eldri leikmenn.

Dómara leiksins skipar KSÍ en Jóhann dómari og umsjónamaður í Reykjaneshöll skipar aðstoðardómara á alla yngri flokka leiki í Keflavík.  Dómari leiksins verður Egill Már Markússon og aðstoðardómarar verða Ingvar Georgsson og Sigurpáll Árnason.