Fréttir

Knattspyrna | 2. maí 2011

Leikur í kvöld - Allt til reiðu - Grill fyrir leik

Þá er komið að fyrsta leik sumarsins þegar Keflavík og Stjarnan mætast á Nettó-vellinum í kvöld kl. 19:15.  Þar verður auðvitað mikið um dýrðir og við vekjum athygli á þvi að grillaðir hamborgarar og gos verða til sölu í félagsheimilinu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut frá kl. 18:00.

Miðað við árstíma og veðurfar er völlurinn okkar í toppstandi eins og sést á myndunum hér að neðan sem voru teknar í gær.  Það er ljóst að það verður leikið við toppaðstæður og nú er það bara undir liðunum komið að leika gæðafótbolta og áhorfendum að mæta og mynda góða stemmningu á leiknum.

Við hvetjum stuðningsmenn okkar til að mæta og styðja okkar lið.