Fréttir

Knattspyrna | 26. júlí 2003

Leikur nr. 100 hjá Tóta

Í leiknum gegn Breiðabliki í gær náði Þórarinn Kristjánsson þeim áfanga að leika sinn 100. deildarleik með Keflavík.  Þórarinn meiddist í leiknum á undan og kom því inn á sem varamaður í gær.  Hann kom inn á þegar um 30 mínútur voru eftir af leiknum og átti góða spretti á þeim tíma og fiskaði m.a. víti á síðustu mínútunni.  Þórarinn er búinn að leika 10 leiki í 1. deildinni í sumar en hinir 90 deildarleikir hans eru í efstu deild.  Hann hefur skorað 32 mörk í þessum leikjum og hefur einnig leikið 16 bikarleiki (11 mörk) og 2 leiki í Evrópukeppni (1 mark).  Þórarinn hefur einnig leikið 29 leiki í deildarbikarnum og skorað 14 mörk auk fjölda æfingaleikja með Keflavík.

Þórarinn er að leika sitt 8. leiktímabil með meistaraflokki en eins og flestir muna lék hann sinn fyrsta leik í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar árið 1996 þegar hann kom inn á sem varamaður gegn ÍBV, skoraði með sinni fyrstu snertingu og tryggði Keflavík áframhaldandi veru í efstu deild.  Þórarinn er aðeins 22 ára en þrátt fyrir ungan aldur er hann leikreyndast leikmaður liðsins (miðað við leikjafjölda með Keflavík).  Næstur kemur Zoran Ljubicic sem lék sinn 80. deildarleik í gær.  Hér að neðan má sjá fjölda deildarleikja þeirra leikmann sem hafa verið í leikmannahópnum í leikjum í 1. deildinni í sumar.

Deildarleikir