LEIKURINN - Forsala , mæting, bílastæði o.fl.
Nú styttist í stórleikinn gegn Fram sem verður á Sparisjóðsvellinum á laugardag kl. 16:00. Við bendum á eftirfarandi:
- Þar sem búist er við miklu fjölmenni á leikinn hvetjum við fólk til að mæta tímanlega.
- Miðar á leikinn verða seldir í forsölu á föstudag. Miðarnir verða seldir á skrifstofu Knattspyrnudeildar við Skólaveg kl. 14:00-18:00. Miðaverð í forsölu er 1.200 kr. en á leikdegi kostar miðinn 1.500 kr. Við hvetjum fólk til að tryggja sér miða í tíma og á góðu verði og losna um leið við biðraðir á leiknum.
- Hægt er að kaupa miða á midi.is. Leikurinn byrjar kl. 16:00 en ekki kl. 14:00 eins og stendur á midi.is.
- Athugið að Sunnubraut verður lokuð milli Faxabrautar og Skólavegar á leikdegi. Bílastæði eru fyrir neðan sundlaugina, ofan við Fjölbrautaskólann, við Íþróttaakademíuna og við Reykjaneshöllina.
Heyrst hefur að fólki sem ætlar að koma erlendis frá gagngert til að mæta á leikinn. Hvar verður þú?