Við minnum á leik Hauka og Keflavíkur í 1. deildinni sem fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 20:00 í kvöld. Við hvetjum fólk til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn og hvetja strákana til dáða. Haukar eru sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimm leiki en Keflavík er í efsta sætinu með 12 stig eftir fimm leiki. Að loknum þessum leik hafa öll liðin í deildinni leikið sex leiki en leiknum var frestað á sínum tíma vegna þátttöku leikmanna Keflavíkurliðsins með U21 árs landsliðinu í Litháen.