Fréttir

Knattspyrna | 30. nóvember 2007

Leitað að fósturforeldrum!

Íþróttaakademían í Reykjanesbæ fer þess á leit við bæjarbúa hvort þeir eigi kost á því að taka í fóstur fríska íþróttaunglinga.  Einn á hverja fjölskyldu.  Um er að ræða nemendur sem stunda nám á afreksbraut Íþróttaakademíunnar.  Nánari upplýsingar veita Kristján Guðmundsson í síma 862 7670 og Sigurður Ingimundarson í síma 896 5243.

Endilega ef þið hafið einhverja hugmyndir eða einhverja í huga komið því þá á framfæri.

Þetta er hugsað fyrir unga stráka sem koma utan af landi í nám og æfingar í fótbolta og körfubolta.  Mjög gott framtak og jákvætt samstarf Knattspyrnudeildar, Körfuknattleiksdeildar og Akademíunnar.

Mynd: Víkurfréttir