Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2003

Lengju-spá: Keflavík í 1. sæti

Þjálfarar liðanna í 1. deild spá Keflavík efsta sæti deildarinnar í könnun sem Lengjan stóð fyrir meðal þjálfaranna.  Þór er spáð öðru sæti en þetta eru einmitt liðiin sem féllu úr úrvalsdeildinni í fyrra.  Þó má gera ráð fyrir að spáin byggist ekki síður á góðum leik okkar stráka í vorleikjunum og velgengni í deildarbikarnum.  Spáin ætti a.m.k. að gefa mönnum byr í seglin fyrir fyrsta leik sumarsins á mánudaginn.  Þákoma Stjörnumenn koma í heimsókn en leikurinn hefst kl. 20:00.

Spá þjálfara í 1. deildinni er annars þannig (ekki mátti velja eigið lið):
1.   Keflavík: 80
2.   Þór A.: 73
3.   Breiðablik: 59
4.   Víkingur: 55
5.   Haukar: 42
6.   Stjarnan: 40
7.   Afturelding: 33
8.   Njarðvík: 31
9.   HK: 26
10. Leiftur/Dalvík: 1