Fréttir

Knattspyrna | 6. mars 2010

Lengjubikarinn að hefjast hjá stelpunum

Kvennaliðið okkar hefur leik í Lengjubikarnum á sunnudaginn þegar FH-ingar koma í heimsókn í B-deild keppninnar.  Leikurinn fer fram í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 20:00.  Stelpurnar hafa þegar lokið af einu móti í ár en þær stóðu sig prýðilega í Faxaflóamótinu sem lauk á dögunum.  Eins og í fyrra teflum við fram ungu liði sem leikur í 1. deildinni í sumar.  Við hvetjum stuðningsmenn til að kíkja á leiki liðsins og styðja stelpurnar okkar í baráttunni framundan.