Fréttir

Lengjudeildarbikarinn 2020 fór á loft
Knattspyrna | 1. maí 2021

Lengjudeildarbikarinn 2020 fór á loft

Betra er seint en aldrei... voru orð sem féllu í gær þegar karlalið Keflavíkur fékk loksins afhentan bikar og gullpeninga fyrir sigur í Lengjudeildinni á síðasta ári.  Eins og kunnugt er þá var ekki hægt að fagna þeim árangri liðsins á þeim tímapunkti þegar mótinu var slaufað í nóvember vegna þeirra takmarkana sem við höfum öll orðið vör við.  Það var því við hæfi að fá bikarinn og gullpeningana langþráðu afhent áður en liðið hefur leik í deild þeirra bestu.  

Það var Þorsteinn Gunnarsson stjórnarmaður KSÍ sem kom til okkar i gær og afhenti strákunum bikarinn á nýja pallinum sem búið er að smíða á Nettóvellinum í gær.

Strákarnir hefja leik í Pepsí Max deildinni á morgun, sunnudag, við Víking Reykjavík kl. 19:15

 

Myndasafn