Létt hjá meistaraflokki kvenna gegn Þrótti
Keflavík sigraði Þrótt Reykjavík með 15 mörkum gegn engu s.l. laugardag. Yfirburðir Keflavíkur voru miklir og átti liðið með réttu að skora fleiri mörk en fór illa með mörg góð tækifæri
Mörk Keflavíkur skoruðu Ágústa Jóna Heiðdal 4, Björg Ásta Þórðardóttir 2, Birna Marín Aðalsteinsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2 og með eitt mark hver Andrea Ósk Frímannsdóttir, Guðný Þórðardóttir, Elísabet Ester Sævarsdóttir, Ásdís þjálfari Þorgilsdóttir og Helena Rós Þórólfsdóttir.