Fréttir

Knattspyrna | 7. júní 2006

Leynigestur Sportmanna!!

Spæjari síðurnar komst að því að það er enginn annar en sjálfur landsliðsþjálfarinn okkar Eyjólfur Sverrisson sem verður leynigestur Sportmanna fyrir leik okkar á móti ÍA.  Núna er tækifæri fyrir alla Sportmenn að leiðbeina landsliðsþjálfaranum í komandi átökum landsliðsins, og jafnvel taka fram skóna á ný og sanna sig fyrir honum.  Stjórnin ákvað að koma þessu á framfæri svo enginn missi af þessu einstaka tækifæri.

Dagskrá hefst kl. 18.00 og er eftirfarandi.
  • Ávarp formanns
  • Leynigestur  sem er ekki svo leynilegur lengur.
  • Kristján Guðmundsson þjálfari fer yfir byrjunarlið og leikaðferð
  • Orðið laust
Kaffi og meðlæti verður á boðstólum gegn vægu gjaldi.
Stjórnin.
 
Mynd fengin af vef KSÍ