Lið frá Lúxemborg í UEFA-keppninni
Keflavík leikur gegn FC Etzella Ettelbrück frá Lúxemborg í fyrri umferð undankeppni Evrópukeppni félagsliða en dregið var í keppninni í hádeginu. Fyrri leikur liðanna verður í Lúxemborg 14. júlí og sá síðari í Keflavík 28. júlí. Eftir því sem við komumst næst endaði liðið í 2. sæti í deildinni á nýliðnu keppnistímabili. Þess má geta að lið ÍBV dróst gegn færeyska liðinu B36 Tórshavn í keppninni. Meira má sjá um keppnina og dráttinn á heimasíðu UEFA.
Bikarinn sem keppt er um í UEFA-keppninni.
Mynd af UEFA.com.