Fréttir

Líðum ekki fordóma - Að gefnu tilefni
Knattspyrna | 10. október 2013

Líðum ekki fordóma - Að gefnu tilefni

Aganefnd KSÍ hefur tekið fyrir atvik á leik okkar gegn ÍBV í síðasta mánuði en þar var óviðeigandi orðum beint að þeldökkum leikmanni ÍBV.  Aganefndin hefur ákveðið að Knattspyrnudeild Keflavíkur skuli greiða 30.00 kr. í sekt en hinn brotlegi hefur ekki fundist og því ekki hægt að refsa honum.

Af þessu tilefni vill Knattspyrnudeild ítreka fyrri yfirlýsingu sína um að kynþáttafordómar verða aldrei umbornir hjá félaginu.  Jafnframt hvetjum við stuðningsmenn Keflavíkur til að standa saman og sjá til þess að slíkur atburður endurtaki sig aldrei á leikjum okkar.  Stuðningsmenn okkar hafa verið til fyrirmyndar og félaginu til sóma og vilja örugglega ekki láta atvik sem þetta varpa skugga þar á.

Jafnframt er rétt að benda á að í úrskurði aganefndar er bent á að hægt er að sekta félög um háar fjárhæðir vegna slíkra atvika og útiloka þá sem slíkt gera frá knattspyrnuvöllum.  Atvik sem þessi setja því ekki aðeins svartan blett á félagið okkar og stuðningsmenn heldur geta þau haft alvarlega afleiðingar fyrir félagið.

Myndin með fréttinni tengist ekki umræddu atviki eða leik.