Líf og fjör á æfingu
Félagarnir Kristófer Jósep og Eyþór Vilmundur kíktu á æfingu hjá Keflavíkurliðinu í gærkvöldi og var tilgangurinn að fá eiginhandaráritanir hjá liðinu á leikmannamyndir sínar. Brynjar Örn varð fyrstur á vegi þeirra og tók hann vel á móti þeim. Það var ekkert mál að kvitta fyrir og fá eina mynd í þokkabót. Því næst tók við smábið vegna þess að þeir ungu í liðinu voru að pakka þeim eldri saman á æfingunni. Það var nú lítið mál að bíða og gerðust þeir félagar boltasækjarar á meðan æfingunni stóð. Eftir æfingu stilltu þeir sér svo upp í hópmyndatöku með leikmönnunum og fengu svo alla til að kvitta á myndirnar sínar. Það voru ánægðir peyjar sem yfirgáfu völlinn í Keflavík í gærkvöldi.